Haldið í Lundi að Fitjabraut 6c dagana 24. og 25. janúar 2009
Námskeiðið eru einkum ætlað aðstandendum alkóhólista/fíkla, þ.e.a.s mökum, börnum eldri en 15 ára og foreldrum. Líka alkóhólistum í bata sem telja sig þurfa að taka á meðvirkni sinni.
Allir sem halda sig vera að glíma við meðvirkni sem aðstandendur ættu að skrá sig.
Á námskeiðinu er leitast við að auka þekkingu og skilning á vímuefnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrifum á fólk sem er í návígi við sjúkdóminn.
Námskeiðið stendur laugardag og sunnudag milli kl. 09:00 og 16:30.
Því er skipt upp í hópastarf og fyrirlestra.
Eins og ástandið er í dag er þetta bara hollt og gott fyrir alla.
Fyrirlestrarnir eru:
1) Fíknisjúkdómar
2) Meðvirkni 1 og 2
3) Sjálfsvirðing
4) Óheppilegur stuðningur
5) Bati og breytingar
6) Kynning á starfi Al-Anon
Kostar 7.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar veitir
Erlingur Jónsson
772-5463/864-5452
eða með rafpósti lundur@mitt.is
SÁÁ: 530-7600