Föstudaginn 6. febrúar verður „Dagur leikskólans“ haldin hátíðlegur í annað sinn.
Markmiðið með þessum degi er að gera þegna samfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskólastarfs fyrir börn, styrkja jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu.
Í tilefni dagsins ætla börn og starfsfólk leikskólans Suðurvalla að gera sér dagamun með því að fara í skrúðgöngu og vekja þannig athygli á leikskólabarninu.
Lagt verður af stað frá leikskólanum kl. 10:00. Börnin hafa útbúið fána, hatta, hristur og fleira sem þau ætla að nota í skrúðgöngunni.
Auk þessa má nú sjá listaverk eftir börnin prýða veggi nokkurra stofnana í sveitarfélaginu.