Uppsigling og Dísurnar skemmtu í Álfagerði

Tónlistarhóparnir Uppsigling og Dísurnar skemmtu í Álfagerði þann 17. janúar síðastliðinn. Söngfélagið Uppsigling hefur sérhæft sig í að flytja íslensk sönglög og lagði sérstaka áherslu á lög við ljóð Davíðs Stefánssonar.

Gestir voru 45 og skemmtu sér vel við góðan tónlistarflutning. Salurinn í Álfagerði er vel fallinn til tónleika og hljómburður mjög góður.

Dísurnar eru vel þekktar í Vogum. Þær fluttu frumsamin lög eftir eina Dísuna (Bryndísi) við texta Davíðs Stefánssonar. Þær fluttu flest þessara laga í fyrsta sinn opinberlega, en eitt af lögunum hennar Bryndísar, Vorboði, er á plötu Kirkjukórs Kálfatjarnarkirkju.
Dísurnar eru Bryndís Rafnsdóttir, Svandís Magnúsdóttir, Sveindís Pétursdóttir og Þórdís Símonardóttir. Svo skemmtilega vill til að þær starfa allar við Stóru-Vogaskóla.

Upplyfting stefnir að því að endurtaka leikinn í vor, en næsta skemmtun þeirra  er á þeirra vanalega stað, í Skátaheimilinu í Keflavík föstudaginn 30. janúar.