Frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar

Minjafélagið hefur fengið til liðs við sig Guðjón Kristinsson grjóthleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara við endurbyggingu á hlöðunni Skjaldbreið á Kálfatjörn. Í haust leiðbeinti Guðjón á grjóthleðslunámskeið sem haldið var hér í bæ að tilstuðlan Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Á námskeiðinu var meðal annars unnið við veggi hlöðunnar.

Guðjón ásamt stjórn minjafélagsins vill gjarnan leyfa þeim sem áhuga hafa á þessu handverki að koma og fylgjast með vinnunni og aðstoða við verkið sér til ánægu og lærdóms. Guðjón verður ásamt húskarli sínum Kristófer, við vinnu á Kálfatjörn alla virka daga frá morgni til myrkurs það sem eftir lifir janúarmánaðar.