Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu

Fimmtudaginn 15 janúar 2009 opnar vefur Samlausnar www.samlausn.is. Samlausn er
vettvangur fyrir áætlun fjögurra sorpsamlaga um meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020.

Samlögin eru Sorpurðun Vesturlands hf., SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og
Sorpstöð Suðurlands bs. Samanlagt starfssvæði er frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti
í austri.

Á síðunni er til kynningar tillaga að endurskoðaðri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá
34 sveitarfélögum á Suðvesturlandi fyrir tímabilið 2009 – 2020 ásamt umhverfismati
áætlunarinnar. Sorpsamlög sveitarfélaganna á svæðinu gerðu með sér samkomulag þann 12.
febrúar 2008 sem felur í sér að standa sameiginlega að endurskoðun áætlunarinnar samkvæmt
lögum nr. 55/2003, ásamt gerð umhverfismats áætlunarinnar sem nú er skylt að gera
samkvæmt lögum nr. 105/2006. Fyrir liggur samþykkt svæðisáætlun fyrir sama svæði frá
desember 2005 og byggir endurskoðunin á henni.

Ábyrgð á framkvæmd endurskoðunarinnar var í höndum sérstakrar verkefnisstjórnar
samningsaðilanna. Aðalráðgjafar hennar voru MANNVIT verkfræðistofa á Íslandi og WSP ráðgjöf
í Svíþjóð.

Í samræmi við 7. gr. laga nr. 105/2006 er tillagan nú auglýst ásamt umhverfisskýrslu og er gefinn
6 vikna frestur til að koma á framfæri athugasemdum varðandi umhverfisáhrif áætlunarinnar.

Tekið er við athugasemdum með tölvupósti á netfanginu samlausn@mannvit.is eða bréflega á
skrifstofu Mannvits hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík fyrir 1.mars 2009, merkt: Gunnar
Herbertsson/Teitur Gunnarsson.