E- og H-listi hafa ákveðið að vinna saman að fjárhagsáætlun ársins 2010 og 3ja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga.Stefna listanna er að rekstur sveitarfélagsins verði hallalaus.
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag 1.september.Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Hljómsveitin Pascal Pinon dvaldi nýverið í Hlöðunni í Vogum og vann að fyrstu breiðskífu sinni.Pascal Pinon hefur á stuttum starfstíma sínum eignast marga aðdáendur en hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum fyrr á þessu ári og vakti mikla athygli.
Menningar- og sögutengd gönguferðMæting er við sundlaugina í Sandgerði, sunnudaginn 30.ágúst kl 11.Gengin gömul þjóðleið með leiðsögn frá Fuglavík upp á Sandgerðisveg, að Bæjarskerjum og þaðan í Fuglavík.
Vogar eru rólegur, vinalegur og fjölskylduvænn bær með rúmlega 1.200 íbúa.Þar af eru um 400 börn og ungmenni undir 18 ára aldri og eru þau mikið á ferðinni um bæinn, bæði hjólandi og gangandi.
Kæru íbúar Enn eru laus pláss á leikjanámskeið vikuna 17.-21.ágúst.Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði.Námskeiðið stendur frá kl 09:00 til 16:00.