Þróttarar spiluðu sinn seinasta leik í sumar á laugardaginn var. Strákarnir fengu lið KB í heimsókn og að sjálfsögðu vannst sigur í seinasta leiknum. Árangur liðsins í sumar var hreint með ágætum. Strákarnir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina og enduðu sæti ofar en í fyrra eða í 3. sæti. Stefnt er á enn betri árangur á næsta tímabili! Þó svo að ekki verða spilaðir fleiri leikir í sumar þá er tímabilinu ekki alveg lokið en hið eina sanna lokahóf er eftir.
Lokahóf meistaraflokksins fer fram í Tjarnarsalnum laugardaginn 29. september eða um næstu helgi. Lokahófið er nokkurs konar uppskeruhátíð leikmanna liðsins, sem og allra þeirra sem koma nálægt starfi félagsins á einn eða annan hátt en þá er að sjálfsögðu líka átt við ykkur stuðningsmenn liðsins.
Á lokahófinu verður gleðin í fyrirrúmi og mæta menn í sínu fínasta. Boðið verður upp á dýrindis mat frá Vitanum í Sangerði, frábær skemmtiatriði, sem og að sjálfsögðu magnað ball. Þá verður þeim sem hafa þótt skara framúr í sumar veittar viðukenningar. Meðal verðlauna sem verða veitt á lokahófinu eru leikmaður ársins, efnilegasti leikmaðurinn og stuðningsmaður ársins. Það kostar 3.500 krónur í forsölu á lokahófið en það má nálgast miðana í pizzukofanum við hliðina á fótboltavellinum okkar eða bara hringja Hilmar í síma 8646491. Ef einhverjir sjá sér ekki fært að mæta á lokahófið en vilja mæta á ballið þá kostar 2.500 krónur inn.
Gott fólk verið ófeimin við að mæta og gleðjast með okkur, því eins og maðurinn sagði: Því fleiri, því skemmtilegra verður!
Svona lítur dagskráin út:
Kl 20:00 Húsið opnar
Kl 20:30 Magnús Björgvinsson veislustjóri ávarpar gesti
Kl 20:35 Matur frá Vitanum borinn fram
Kl 21:15 Skemmtiatriði
Kl 21:30 Óvæntur gestur kíkir í heimsókn
Kl 22:00 Verðlaunaafhending fer fram
Kl 22:30 Fleiri skemmtiatriði
Kl 23:00 Ballið hefst og verður gleðin í fyrirrúmi fram á rauða nótt