Réttardagurinn í Grindavík

Það verður líf og fjör á réttardaginn í Grindavík laugardaginn 19. september.

Þórkötlustaðarétt
Smalað verður í afrétti Grindvíkinga föstudaginn 18. sept. ef veður leyfir og dregið í dilka kl. 14 laugardaginn 19.sept.

Ratleikur "Finna féð"
Ratleikur fyrir alla fjölskylduna í nágrenni við Þórkötlustaðarétt.
Leikurinn gengur út á að leita að vísbendingum og svara léttum spurningum um sauðkindina. Dregið verður úr réttum svörum og þrír ullarvinningar að sjálfsögðu í verðlaun.

Haustmarkaður
Í tengslum við réttardaginn verður markaður á svæðinu í skemmu hjónanna í Stafholti. Þar verður bæði hægt að skoða og kaupa ýmsar handunnar vörur:
skartgripi, sultur, áletruð kerti og margt fleira. Júdódeild UMFG verður með kjötsúpu á boðstólum. Starfsfólk á leikskólanum Króki verður með kaffisölu. Allur ágóði af kaffisölu fer í að fjármagna námsferð þeirra.
Tónlistaratriði frá Harmoníkufélagi Suðurnesja.
Markaðurinn hefst kl. 13:00
Hestar verða í reiðhöllinni og geta börn fengið að fara á bak þar sem teymt verður undir þeim.


Upplifið sannkallaða réttarstemningu í Grindavík.