AF STAÐ á Reykjanesið

Tólfta og síðasta menningar- og sögutengda gönguferð sumarsins 2009

Mæting er við Duushús í Reykjanesbæ  sunnudaginn 6. september kl 11. Gengið verður með berginu út fyrir Helguvík í átt að Leiru og þaðan upp að gömlu þjóðleiðinni Sandgerðisvegi. Leiðinni verður síðan fylgt í Grófina þangað sem flestar þjóðleiðirnar lágu á Suðurnesjum um aldir. Svæðið býr yfir ótal mörgum sögum og minjum. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn undir 12 ára aldri. Vegalengdin er um 6 km og tekur 3 – 4 tíma með stoppum. Gott er að vera í góðum gönguskóm og með nesti. Gengið á mel og í grasi. Sjá upplýsingar um  Ljósanótt og aðra þjónustu á www.reykjanesbaer.is

Gangan er tólfta og síðasta menningar- og sögutengda gönguferð sumarsins í gönguverkefninu AF STAÐ á Reykjanesið. Boðið hefur verið upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk hefur safnað stimplum fyrir hverja ferð. Nú er komið að því að draga út þrjá heppna vinningshafa..Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðil með í gönguna. Allir eru velkomnir. Ferðamálasamtök Suðurnesja styrkja ferðina. Samtökin hafa staðið fyrir því að láta stika gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskaga og gefa út myndkort af þjóðleiðum. Jafnframt hafa þau gefið út gönguleiðaleiðabæklinga af Sandgerðisvegi og Garðstíg. Bæklinga og göngukort er hægt að kaupa hjá upplýsingamiðstöð ferðamála Krossmóa 4.

Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín    
www.sjfmenningarmidlun.is
sjf@internet.is / gsm. 6918828