Hljómsveitin Pascal Pinon dvaldi nýverið í Hlöðunni í Vogum og vann að fyrstu breiðskífu sinni.
Pascal Pinon hefur á stuttum starfstíma sínum eignast marga aðdáendur en hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum fyrr á þessu ári og vakti mikla athygli. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verk sveitarinnar er bent á myspacesíðu hennar
http://www.myspace.com/pascalpinonFöstudaginn 28. ágúst mun Pascal Pinon troða upp á stofutónleikum Hlöðunnar að Egilsgötu 8 Vogum kl. 20:00
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00 og sem fyrr er boðið upp á heitt súkkulaði. Aðgangur er ókeypis.
Menningarverkefnið Hlaðan nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurnesja.
Framundan eru ýmsir viðburðir á vegum Hlöðunnar en fylgjast má með dagskránni á vefsíðu Hlöðunnar
www.hladan.org