Í myndasafninu má nú finna skemmtilega myndaseríu eftir Rafn Sigurbjörnsson, ljósmyndara hér í Vogum.Í seríunni fangar Rafn vetrarstemninguna í bænum í aðdraganda jóla.
Margir húseigendur leggja sérstakan metnað í að skreyta hús sín, sjálfum sér og nágrönnum til ánægju í skammdeginu.Í ár eins og fyrri ár verður veitt viðurkenning fyrir Jólahús Voga og fallega skreytta húsaröð.
Nú óskar bæjarstjórn eftir tilnefningum fyrir jólahús ársins 2009.
Jólafundur Kvenfélagsins FjóluKvenfélagið Fjólan heldur sinn árlega jólafund í Tjarnarsal þann 2.desember klukkan 20.Allir eldri borgarar í Vogum eru velkomnir.Jólatónleikar í boði foreldrafélags Stóru- VogaskólaÞann 3.des kl.
Þorvaldur Sigurðsson íslenskukennari við FS, fjallar um Íslendingasögurnar og tekur sérstaklega fyrir Hrafnkelssögu Freysgoða.24.nóvember kl: 20 - 22 í Álfagerði, VogumAðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Íslendingasagnakvöldin er hluti af verkefninu Kynning á bókmenntaarfinum sem almenningsbókasöfnin á Suðurnesjum standa saman að.Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.
Nú er unnið að fullum krafti við að gera upp og breyta Hábæ í Vogum og virðist vel vandað til verka.Framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir undanfarna mánuði og eru framkvæmdir við lóð hafnar.
Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa skrifað undir samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku.