Heilsuleikskólinn Suðurvellir, frétt af starfinu

Starf elstu barnanna

Elstu barna starfið fer fram einu sinni í viku í vettvangsferðum þar sem börnin vinna með alla námsþætti leikskólans. Þau rannsaka náttúruna, umhverfið og samfélagið og nýta þann efnivið sem þau finna á ferðum sínum. Starfið hefur verið með þessum hætti síðast liðin tvö ár og er í þróun sem útinám.

Hópurinn hefur verið að velta fyrir sér hugtökunum stór, stærri, stærstur , lítill, minni, minnstur, minni en og stærri en.  Eins og sjá má á myndunum fundu börnin margar leiðir úti í náttúrunni til þess að skoða þessi hugtök

 

 

 

 

 

.