Fjölbreytt dagskrá í Vogum um aðventuna

Jólafundur Kvenfélagsins Fjólu
Kvenfélagið Fjólan heldur sinn árlega jólafund í Tjarnarsal þann 2. desember klukkan 20. Allir eldri borgarar í Vogum eru velkomnir.

Jólatónleikar í boði foreldrafélags Stóru- Vogaskóla
Þann 3.des kl. 20 verða tónleikar í Tjarnarsal í boð foreldrafélags Stóru-Vogaskóla. Á tónleikunum mun María Magnúsdóttir syngja. María er ung og upprennandi söngkona
Kaffisala verður á vegum 10. bekkjar.

Leiksýning í boði Foreldrafélags Heilsuleikskólans Suðurvalla
Þann 3. desember sýnir Þórdís Arnljótsdóttir börnunum í leikskólanum leikritið Grýla og jólasveinarnir.
Sýningin verður í sal Álfagerðis og hefst kl. 14:00.
Eldri borgarar í Vogum eru velkomnir.

Aðventustund í Kálfatjarnarkirkju
Sunnudaginn 6. desember, vakin er athygli á að aðventustundin hefst kl. 17.30 þetta árið.

Jólatré
Kveikt verður á jólatré í Aragerði kl. 16.00 sunnudaginn 6. desember. Nánari dagskrá auglýst síðar. Óskað er eftir að börn og unglingar taki þátt með söng og/static/files/import//eða leikriti.

Jólahús 2009
Í ár eins og fyrri ár verður veitt viðurkenning fyrir Jólahús Voga og fallega skreytta húsaröð.

Ábendingar og tilnefningar berist á netfangið skrifstofa@vogar.is eða í síma 440 6200 fyrir 14. desember.


Fylgist með fréttum og viðburðum um aðventuna á
www.vogar.is