Með tilvísum til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, er hér með vakin athygli á þeirri skyldu íbúa að tilkynna um aðsetursskipti í síðasta lagi 30. nóvember 2009. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Þjóðskrár, http://www.thjodskra.is/eydublod/.
Vakin er athylgi á að þetta á við bæði um flutning milli sveitarfélaga og innanbæjar.
Lögheimili er sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu, skv. 1. gr. laga nr. 21/1990 um lögheimili. Mjög mikilvægt er að allir séu rétt skráðir með lögheimili, því þangað renna skatttekjurnar. Sé maður rangt skráður, er hætt við því að viðkomandi, eða fjölskylda hans, sé að fá þjónustu án þess að greiða skatta í viðkomandi sveitarfélagi.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.
Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að brýna fyrir fólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef búseta þeirra er í Sveitarfélaginu Vogum.
Upplýsingar og aðstoð fást á bæjarskrifstofu að Iðndal 2 og og hjá Þjóðskrá.