Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Jólahús Sveitarfélagsins Voga 2009

Jólahús Sveitarfélagsins Voga 2009

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ákvað á fundi sínum þann 17.desember að veita húseigendum að Vogagerði 14 viðurkenningu fyrir Jólahús ársins 2009.
Jólaball í Tjarnarsal

Jólaball í Tjarnarsal

JÓLABALLí TjarnarsalnumLaugardaginn 19.desember kl.13:00Það verður dansað í kringum jólatréð og líklegt að einhver þeirra jólasveinabræðra kíki í heimsókn með glaðning í pokanum sínum.Hægt verður að kaupa kakó og piparkökur.Allir velkomnir – frítt innKvenfélagið FjólaForeldrafélag Heilsuleikskólans Suðurvalla.
Fjárfesting í fráveitu í Vogum og uppgreiðsla skulda fyrirhuguð á árinu 2010.

Fjárfesting í fráveitu í Vogum og uppgreiðsla skulda fyrirhuguð á árinu 2010.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga var lögð fram til fyrri umræðu þann 26.nóvember 2009 og seinni umræðu 17.desember 2009.Haldinn var opinn íbúafundur um fjárhagsáætlun og ráðstafanir í tengslum við hana þann 15.
Lestrarfélaginu Baldri berast veglegar gjafir.

Lestrarfélaginu Baldri berast veglegar gjafir.

Lestrarfélaginu Baldri, hefur borist vegleg gjöf frá Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur.Alls 16 bindi af tímaritinu Fálkanum árg.1945 -  1962.  Blaðið er glæsilega innbundið af Guðlaugi Atlasyni og Ásu Árnadóttur, frá Austurkoti. Hjónin Guðrún Lovísa, oftast kölluð Lúlla, og Guðmundur Björgvin Jónsson hafa haft mikil áhrif á mannlíf í sveitarfélaginu, en þeim var margra barna auðið og búa mörg þeirra og afkomendur þeirra í Vogum.
Skötuveisla.

Skötuveisla.

Hin árlega skötuveisla Lionsklúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 19.des í Lionshúsinu (Aragerði 4). Húsið er opið frá kl.: 13:00 - 20:30.
Ljóðskáld troða upp

Ljóðskáld troða upp

Föstudagskvöldið 18.desember munu ljóðskáld frá höfundaforlaginu Nýhil troða upp á vegum menningarverkefnisins Hlöðunnar að Egilsgötu 8 Vogum.Meðal þeirra sem lesa munu upp úr nýútkomnum verkum sínum eru þeir Arngímur Vídalín sem sendi nýlega frá sér ljóðabókina Úr skilvindu draumanna og Kári Páll Óskarsson.
Jólagleði eldri borgara

Jólagleði eldri borgara

Verður haldin miðvikudaginn 16.desember klukkan 10:00 í Álfagerði.Alls kyns kræsingar verða á boðstólnum.Góðir gestir kíkja í heimsókn.Mætum öll og höfum það notarlegt í síðasta skiptið á árinu sem er að líða.Jólakveðja Sigrún og Jóna Ósk.
Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2010

Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2010

Boðað er til íbúafundar þriðjudaginn 15. desember kl.20 í Álfagerði. Á fundinum verður tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2010 kynnt og rædd, ásamt tillögu um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar.Dagskrá• Bæjarstjóri kynnir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2010.• Bæjarstjóri kynnir tillögu um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar.
Opnunartími bókasafns um hátíðarnar

Opnunartími bókasafns um hátíðarnar

Bókasafnið er opið virka daga frá kl 13-15 og frá kl.19-21 á mánudögum.Um hátíðarnar verður bókasafnið opið virka daga, en lokað verður um hátíðisdagana og á Þorláksmessu og gamlársdag. Bókavörður .
Hverfislögreglan í Vogum.

Hverfislögreglan í Vogum.

Í samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum er starfandi hverfislögregluþjónn í Vogum með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Hafnargötu. Þuríður B.