Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Góugleði eldri borgara

Góugleði eldri borgara

Hin árlega Góugleði eldri borgara var haldin í Álfagerði föstudaginn 19.mars.Gleðin tókst vel til og skemmti fólk sér konunglega.Þau  Melkorka Rós Hjartardóttir úr 8.bekk Stóru-Vogaskóla og Júlíus Viggó Ólafsson 9 ára (sonur Ólafs Þórs frístunda-og menningarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga)  stigu á stokk og sungu nokkur lög við góðar undirtektir.  Félagar úr Félagi harmonikkuunnenda á Suðurnesjum léku fyrir dansi frameftir kvöldi.
Er framtíð í kræklingaræktun á Suðurnesjum?

Er framtíð í kræklingaræktun á Suðurnesjum?

Er framtíð í kræklingaræktun á Suðurnesjum? Fyrirlestur  í Virkjun, Ásbrú klukkan 11:00 þriðjudaginn 30.mars.Allir velkomnir Í Vogum hafa Þórður Guðmundsson og Sigurþór Stefánsson verið að gera tilraunir með kræklingaræktun frá því síðasta sumar.
Svartþröstur syngur í Vogum

Svartþröstur syngur í Vogum

Undanfarnar vikur hefur af og til heyrst til Svartþrastar í Vogum.Söngurinn er mjög sérstakur, djúpir flaututónar og hver lota endar með skrækri trillu líkt og hjá frænda hans, skógarþrestinum.Í stillu björtu morgunveðrinu hefur svartþrösturinn haldið tónleika í Aragerði.
Heilbrigðisráðherra á fundi í Álfagerði í Vogum

Heilbrigðisráðherra á fundi í Álfagerði í Vogum

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hitti sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum í gær, föstudag, í Álfagerði.Fundinn sóttu stjórnarmenn í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, ásamt framkvæmdastjóra og bæjarstjórum.
Tækifærin eru þarna, grípum þau

Tækifærin eru þarna, grípum þau

Þriðjudaginn 16.mars nk.kl.17:00 býður Virkjun, Flugvallabraut 740.Ásbrú,  uppá skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur.Magnús Scheving , höfundur Latabæjar, flytur létt og skemmtilegt erindi um hugsunarhátt frumkvöðla, mikilvægi nýsköpunar og tækifærin sem eru allt í kringum okkur.
Málþing um framtíð samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Málþing um framtíð samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar í Vogum lagði fram tillögu á aðalfundi SSS þann 17.október, um að skipaður yrði vinnuhópur sem hefði það hlutverk að kortleggja allt samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum og leggja síðan fram hugmyndir til umræðu á málþingi um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Dagskrá í Bókasafni Lestrarfélagsins Baldurs

Dagskrá í Bókasafni Lestrarfélagsins Baldurs

 í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum Laugardaginn 13.mars verður dagskrá í Bókasafni Lestrarfélagsins Baldurs í Stóru-Vogaskóla í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum.
Tilkynning til fólks sem er í sveitarfélaginu og er á atvinnuleysisskrá

Tilkynning til fólks sem er í sveitarfélaginu og er á atvinnuleysisskrá

Frá og með 15.febrúar 2010 verður fulltrúi frá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum staðsettur á bæjarskrifstofunni í Vogum 15.hvers mánaðar kl.
Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum

Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á sameiginlega dagskrá í annað sinn helgina 13.- 14.mars n.k.undir yfirskriftinni "Safnahelgi á Suðurnesjum".Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni.
Fréttatilkynning- Hjólastólaakstur frá Fitjum í Reykjavík.

Fréttatilkynning- Hjólastólaakstur frá Fitjum í Reykjavík.

Unglingar, þeir sem erfa skulu land, úr Kvennaskólanum, munu á morgun kl.10:00 leggja af stað í hjólastólaakstur frá Fitjum í Reykjanesbæ og aka sem leið liggur til Reykjavíkur.