Dagskrá í Bókasafni Lestrarfélagsins Baldurs

 í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum
 
Laugardaginn 13. mars verður dagskrá í Bókasafni Lestrarfélagsins Baldurs í Stóru-Vogaskóla í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum. Safnið verður opið kl. 12:00-15:00, en dagskráin verður milli kl. 12:30 og 13:30. Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Gerður Kristný munu lesa upp úr verkum sínum og hljómsveitin Pascal Pinon mun leika nokkur lög, en hún tók upp sína fyrstu plötu í Minni-Vogum á síðasta ári. Heitt verður á könnunni.