Málþing um framtíð samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar í Vogum lagði fram tillögu á aðalfundi SSS þann 17. október, um að skipaður yrði vinnuhópur sem hefði það hlutverk að kortleggja allt samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum og leggja síðan fram hugmyndir til umræðu á málþingi um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sú tillaga var samþykkt og hefur vinnuhópurinn unnið undanfarin misseri.
Þann 22. mars kl 17, verður haldið málþing í Gerðaskóla í Garði um framtíð samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Málþingið er öllum opið og er áhugafólk um sveitarstjórnarmál hvatt til að mæta.

Dagskrá:

1.       Setning
2.       Leiðir í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum og vinna framtíðarnefndar SSS
3.       Almenn umræða og skoðanaskipti
4.       Samantekt og viðhorf utanaðkomandi aðila

 Sjá vef SSS.