Er framtíð í kræklingaræktun á Suðurnesjum?

Er framtíð í kræklingaræktun á Suðurnesjum?

Fyrirlestur  í Virkjun, Ásbrú klukkan 11:00 þriðjudaginn 30. mars. Allir velkomnir

Í Vogum hafa Þórður Guðmundsson og Sigurþór Stefánsson verið að gera tilraunir með kræklingaræktun frá því síðasta sumar. Árangurinn hefur verið all góður og gera þeir félagar sér vonir um að þessi tilraun geti orðið til þess að skapa nokkur störf í framtíðinni.

Sigurþór Stefánsson verður með fyrirlestur um kræklingaræktun og almennt um tilraun þeirra félaga af kræklingarækt hér á þessu svæði.

Fyrirlesturinn verður í Virkjun klukkan 11:00 á þriðjudaginn 30. mars. Allir velkomnir að koma og fræðast um þennan spennandi vaxtarsprota á Suðurnsejum.

Þeir ákváðu að gera tilraunina fyrir opnu hafi og hefur komið í ljós að vaxtarhraði skeljarinnar er mjög góður. „Ef við náum að komast í 200 tonnin, sem er alls ekki óraunhæft, þá erum við strax komnir með heilsársstörf fyrir einhversstaðar á bilinu 5 – 10 manns og einhverja fleiri sem koma að þessu í törnunum þegar verið er að flokka skelina til útflutnings,“ segir Þórður m.a. um framtíðarhorfur í kræklingaræktinni. Nánari upplýsingar í síma Virkjunar:  426-5388