Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Vina og Paraball Borunnar

Vina og Paraball Borunnar

Föstudaginn 12.febrúar verður hið árlega Vina og Paraball haldið í Félagsmiðstöðinni Borunni.Þar mæta saman vinir eða pör og hefst ballið kl 20:30 og stendur til 23:30.
Ferðafélagið Útivist auglýsir.

Ferðafélagið Útivist auglýsir.

Þann 14.feb.verður farin dagsferð frá Kúagerði að Stóru-Vatnsleysu og þaðan í Flekkuvík að samnefndu eyðibýli.Þar er svokallað Flekkuleiði með letursteini á.
Kvikmyndasýning Kino klúbbsins

Kvikmyndasýning Kino klúbbsins

 í Hlöðunni Egilsgötu 8 Vogum fimmtudagskvöldið 11.febrúar  kl.20:00Fimmtudaginn 11.febrúar verður kvikmyndasýning að Egilsgötu 8 á vegum Kino klúbbsins sjá nánar á http://www.facebook.com/pages/Reykjavik-Iceland/Kino-Klubbur/137021180428 Sýningin er haldin í samstarfi við Menningarverkefnið Hlaðan.
Þorrablót leikskólans

Þorrablót leikskólans

verður föstudaginn 5.febrúar.Í tilefni dagsins er eldri borgurum sérstaklega boðið í heimsókn til okkar kl.9:30-11:00.Við höfum fengið lánaða gamla muni á Þjóðminjasafninu sem vð ætlum að skoða og að sjálfsögðu fá allir að smakka á hefðbundnum þorramat.            .
Skátastarf endurvakið í Vogum

Skátastarf endurvakið í Vogum

Sveitarfélagið Vogar og Skátafélagið Hraunbúar hafa gert með sér samkomulag um að endurvekja skátastarf í Vogum.Lögð verður áhersla á barna- og ungmennastarf og verður starfsemin rekin undir merkjum Vogabúa.Markmiðið með samkomulaginu er að fjölbreytt barna- og ungmennastarf á vegum skáta komist á í Vogum.
Tilnefning á íþróttamanni ársins 2009

Tilnefning á íþróttamanni ársins 2009

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins fyrir árið 2009.Íþróttamaður ársins verður að vera í íþróttafélagi innan Íþróttasambands Íslands og vera búsettur í Vogum.  Tilnefndir íþróttamenn skulu vera 12 ára á árinu eða eldri.  Allar tillögur skulu vera rökstuddar.  Íþróttamaður ársins í Vogum hlýtur við útnefningu farandbikar til eins árs og bikar til eignar.
Fimleikastelpur úr Vogum verðlaunaðar

Fimleikastelpur úr Vogum verðlaunaðar

Sunnudaginn 10.janúar valdi Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar íþróttamann ársins.Auk þessa vals veitti ráðið fjölmörgu íþróttafólki úr ýmsum íþróttagreinum viðurkenningar fyrir góðan árangur í sinni grein.Þrjár stúlkur úr Vogum æfa fimleika í 4.
Byggingafulltrúi fær heimild til fullnaðarafgreiðslu ákveðinna mála

Byggingafulltrúi fær heimild til fullnaðarafgreiðslu ákveðinna mála

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga ásamt viðauka Um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Sveitarfélaginu Vogum.
Vogatjörn. Grein eftir Þorvald Örn Árnason líffræðing

Vogatjörn. Grein eftir Þorvald Örn Árnason líffræðing

Vogatjörn er í hjarta þéttbýlisins í Vogum og eitt helsta bæjarprýði staðarins.Hún er rétt við sjóinn og höfnina og grunnskólinn Stóru-Vogaskóli stendur við hana.
Jólin kvödd með gleði og söng

Jólin kvödd með gleði og söng

Það var gleði í loftinu þegar jólin voru kvödd á þrettándagleði í Vogunum.Púkar og furðuverur voru á sveimi þar sem fólk kom saman á síðasta degi jólahátíðarinnar. Farin var blysför frá Félagsmiðstöðinni í gegnum bæinn og að minnismerkinu fyrir neðan Stóru-Vogaskóla.