Hljómsveitin Klassart mun halda tónleikaferð sinni ,,Klassart og Hallgrímur Pétursson” áfram miðvikudaginn 28. apríl er hljómsveitin mun troða upp í Kálfatjarnarkirku. Tónleikarnir hefjast kl. 11:00 að morgni og eru opnir öllum þeim er áhuga hafa.
Tónleikaröðin er framkvæmd í samstarfi við Kjalarnesprófastembætti, Menningarráð Suðurnesja og sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Hljómsveitin hefur átt gott samstarf um atburðinn við bæði Stóru-Vogaskóla og sóknarnefnd og er von á góðum gestum frá skólanum. Hljómsveitin mun fara yfir lífshlaup Hallgríms og veru hans á Suðurnesjum, kveðskap hans og sérstaklega verður dreypt á tengslum hans við svæðið.