Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar, skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Varnarmálastofnun Íslands vinna að nýju svæðisskipulagi Suðurnesja.
Fyrsti áfangi verksins var að skilgreina sameiginlega hagsmuni, þau viðfangsefni sem svæðisskipulagið þarf að fjalla um og þau leiðarljós og markmið sem skipulagsvinnan skal fylgja.
Leiðarljós, markmið og áherslur fyrir vinnu við Svæðisskipulag Suðurnesja var kynnt á opnum íbúafundi þann 3. maí.
Kynningu á leiðarljósi Svæðisskipulags Suðurnesja má nálgast hér.