Kynningarfundur um leiðarljós Svæðisskipulags Suðurnesja

Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar, skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Varnarmálastofnun Íslands vinna að nýju svæðisskipulagi Suðurnesja.

Fyrsti áfangi verksins var að skilgreina sameiginlega hagsmuni, þau viðfangsefni sem svæðisskipulagið þarf að fjalla um og þau leiðarljós og markmið sem skipulagsvinnan skal fylgja.

Til að kynna fyrsta áfanga verkefnisins boðar samvinnunefndin til opins kynningarfundar um:

  • Leiðarljós, markmið og áherslur fyrir vinnu við Svæðisskipulag Suðurnesja
  • Niðurfellingu Svæðisskipulags: Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Gerðahreppur, Keflavíkurflugvöllur 1995-2015

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. maí kl. 17:30 til 18:30 í fyrirlestrarsal íþróttaakademíunnar við Krossmóa 58 í Reykjanesbæ.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja