Svartþröstur syngur í Vogum

Undanfarnar vikur hefur af og til heyrst til Svartþrastar í Vogum. Söngurinn er mjög sérstakur, djúpir flaututónar og hver lota endar með skrækri trillu líkt og hjá frænda hans, skógarþrestinum.

Í stillu björtu morgunveðrinu hefur svartþrösturinn haldið tónleika í Aragerði. Það hafa verið fáir tónleikagestir en söngurinn ómar langar leiðir um hverfin í kring og geta þeir sem leggja við eyru notið hans ókeypis.
Svartþrestir eru frekar sjaldséðir nýbúar á Íslandi en hafa orpið reglulega í Reykjavík í 2 áratugi. Nú er bara að vona að þessi þröstur laði maka hingað til sín og taki sér bólfestu hér og að köttum takist ekki að hræða hann í burtu.
 
Hér er eru nánari upplýsingar um svartþröst og m.a. hægt að spilia söng hans.
Svartþröstur   -   Turdus merula
 
Þorvaldur Örn