Hin árlega Góugleði eldri borgara var haldin í Álfagerði föstudaginn 19.mars. Gleðin tókst vel til og skemmti fólk sér konunglega. Þau Melkorka Rós Hjartardóttir úr 8.bekk Stóru-Vogaskóla og Júlíus Viggó Ólafsson 9 ára (sonur Ólafs Þórs frístunda-og menningarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga) stigu á stokk og sungu nokkur lög við góðar undirtektir. Félagar úr Félagi harmonikkuunnenda á Suðurnesjum léku fyrir dansi frameftir kvöldi.