Í fréttum hefur komið fram að Sveitarfélagið Vogar sé meðal þeirra sveitarfélaga sem fengið hafi aðvörun frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna skuldsetningar og/eða slæmrar rekstrarafkomu og er óskað eftir upplýsingum um það hvernig sveitarstjórn hyggist bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélagsins.Að gefnu tilefni vill Sveitarfélagið Vogar taka af öll tvímæli um það að sveitarfélagið á ekki við skuldavanda að stríða og þarf ekki að grípa til neinna ráðstafanna til að bæta þar úr.Að halda slíku fram gerir það eitt að draga úr trúnaði þeirra sem til þekkja á eftirlitsnefndinni.Sveitarfélagið Vogar telur að misskilnings gæti í athugasemdum eftirlitsnefndarinnar og að hún hafi ekki kynnt sér rekstur og stöðu sveitarfélagsins nægilega vel til að komast að þeirri niðurstöðu að fjárhagsstöðu þess gæti stefnt í óefni.
06. september 2010