Tilkynning frá bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Undanfarna daga hafa birst fréttir um hlutfall skulda og skuldbindinga af tekjum Sveitarfélagsins Voga. Af því tilefni tekur bæjarráð fram:

Tekjur Sveitarfélagsins Voga voru 571 milljón á árinu 2009 en skuldir og skuldbindingar, þar með taldar leiguskuldbindingar til næstu 30 ára og lífeyrissjóðsskuldbindingar til margra áratuga, eru 2.142 milljónir. Hlutfall skulda er þar með 375%  Ef litið er á efnahagsreikning sveitarfélagsins má einnig sjá að peningalegar eignir þess (handbært fé) eru 1.392 milljónir króna. Sveitarfélagið gæti því, ef uppgreiðsluheimild er á skuldum og skuldbindingum, lækkað þær niður í 750 milljónir króna og skuldað þar með um 130% af árstekjum sínum sem er vel innan þeirra marka sem eftirlitsnefndin miðar við.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að leita heimilda til uppgreiðslu lána og skuldbindinga í samræmi við samþykkt frá 49. fundi bæjarstjórnar.