Félagsstarfs aldraðra

Vetrarstarf félagsstarfs eldri borgara í Vogum er að hefjast.

Verið er að vinna úr könnun sem gerð var meðal eldri borgara og hugmyndum sem settar voru fram á umræðufundi og kaffifundi. Á næsta kaffifundi verður valið fimm manna ráð til að vinna með nýjum frístunda- og tómstundafulltrúa.

Nú þegar hafa borist fjórar tilnefningar í ráðið, raðað í stafrófsröð: Guðlaugur Atlason, Pétur Einarsson, Sveindís Pétursdóttir (Dísa Pé) og Vordís Valgarðsdóttir.

 

Kaffifundur verður í Álfagerði kl. 10 að morgni miðvikudaginn 22. september.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrsta kaffifundi haustsins er var 15. september.

 

Við hlökkum til að hitta ykkur sem flest í leik og starfi í Álfagerði.

Starfsfólk félagsstarfsins