FRÉTTATILKYNNING
Sveitamarkaður Hlöðunnar í Vogum á Vatnsleysuströnd verður haldinn í fyrsta sinn laugardaginn 11. september frá kl. 12-16
Laugardaginn 11. september bjóða íbúar Voga og Vatnsleysustrandar grönnum sínum að njóta haustuppskerunnar með sér.
Meðal þess sem verður á boðstólum er ýmislegt matarkyns svo sem sultur, chutney, heimagert marmelaði,krydd og nýuppteknar kartöflur. Einnig verða til sölu húfur, treflar, pelapeysur ásamt öðru handverki.
Á markaðnum verður keppt um bragðbestu sultuna og skrýtnustu kartöfluna og eru gestir hvattir til þess að skrá sig í keppnina á netfangið listahladanhjágmail.com
Svokallað “skiptiborð” verður á markaðnum þar sem hægt verður að skipta á varningi, grænmeti, sultutaui, handverki eða lopasokkum.
Boðið verður upp á kaffi og heitt súkkulaði á sanngjörnu verði.
Landnámsgeitur- og hænur koma í heimsókn og nikkur verða þandar.
Markaðurinn er haldinn í hlöðu sem stendur við Egilsgötu 8 eða bæinn Minni-Voga í Vogum á Vatnsleysuströnd og hefst hann stundvíslega kl. 12 laugardaginn 11. september.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Hlöðunnar www.hladan.org