Fimmtudaginn 2.desember, k.l.12-13, verður hádegisfundur Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi haldinn í Álfagerði, Vogum.Á fundinum verður SAR kynnt stuttlega, en áhersla lögð á að ræða atvinnumál Vogamanna og þann stuðning sem SAR getur veitt í þeim efnum.SAR mun halda fundi í öllum sveitafélögunum fyrir áramót og því mikilvægt að staðarmenn mæti á fundina í spjall um atvinnumál. Áætlanir SAR eru að halda svona hádegisverðarfundi mánaðarlega og fara milli sveitarfélaga.
30. nóvember 2010