Jólamarkaður Hlöðunnar

Sveitamarkaður Hlöðunnar í Vogum á Vatnsleysuströnd verður haldinn í annað sinn laugardaginn 4. desember frá kl. 12:00-17:00

 

Laugardaginn 11. september buðu íbúar Voga og Vatnsleysustrandar grönnum sínum að njóta haustuppskerunnar með sér. Að þessu sinni verður markaðurinn með jólalegu yfirbragði. Meðal þess sem verður á boðstólum er ýmislegt matarkyns svo sem jóalegar sultur, kæfa, rúgbrauð og smákökur. Einnig verða til sölu húfur, dúkkurúmföt, jólakransar og kerti ásamt öðru handverki.


Boðið verður upp á heitt súkkulaði og jólaglögg á sanngjörnu verði.

 

Markaðurinn er haldinn í hlöðu sem stendur við bæinn Minni-Voga, Egilsgötu 8 í Vogum og hefst hann stundvíslega kl. 12:00  laugardaginn 4. desember.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Hlöðunnar http://hladan.org/