Glæsilegur árangur.

Ungur Vogabúi Steinar Freyr Hafsteinsson náði um helgina glæsilegum árangri

á móti hjá Kraftlyfingarsambandi Íslands sem haldið var á Selfossi.

 

Steinar Freyr keppti á Íslandsmeistaramóti í réttstöðulyftu og þrátt fyrir

að hann sé aðeins 16 ára gamall lenti hann í 2. sæti í sínum þyngdarflokki.

Með árangrinum sló Steinar Freyr íslandsmet drengja í - 75 kg flokki. Hann

lyfti 165 kg en eldra metð var 140 kg .

 

Steinar Freyr keppti fyrir Massa í Njarðvík á mótinu en hann er að

sjálfsögðu Þróttari og hefur keppt fyrir UMFÞ í sundi og þjálfar í vetur

sund hjá Ungmennafélaginu.

 

Við óskum Steinari Frey til hamingju með árangurinn. Það er mikil hvatning

fyrir ungt fólk í Vogum þegar okkar menn ná svona góðum árangri. Það verður

gaman að fylgjast með Steinari í framtíðinni.