Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum við fráveitu í Vogum.
Undanfarna mánuði hefur Ellert Skúlason ehf unnið að endurbótum á fráveitu í sveitarfélaginu Vogum.Í gærmorgun var unnið að því að leggja sjólögn útrásar við hafnargarð og þurftu fjölmargir að koma að því verki. Björgunarsveitir í Garði, Sandgerði, Grindavík og Vogum komu að verkefninu með verktaka með því að leggja til báta og starfsfólk í þessa umfangsmiklu aðgerð.
27. janúar 2011