Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Þrettándagleði Sveitarfélagsins Voga 6. janúar 2011

Þrettándagleði Sveitarfélagsins Voga 6. janúar 2011

Þrettándagleði Sveitarfélagsins Vogar verður haldin fimmtudaginn 6.janúar kl.18.00. Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst við félagsmiðstöð.Gengið verður frá félagsmiðstöðinni að brennunni við skólann.  Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað þar sem sungið verður og trallað.Flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis verður við brennuna.Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsalinn, þar sem gleðin heldur áfram.
Endurnýjun umsóknar um húsaleigubætur vegna ársins 2011

Endurnýjun umsóknar um húsaleigubætur vegna ársins 2011

Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur fyrir 16.janúar 2011.Hægt er að nálgast umsóknina á vefsíðu Velferðarráðuneytisins, sjá hér, einnig á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2 og þangað þurfa gögnin að berast.Með umsókninni þarf að skila inn upplýsingum um: Staðgreiðsluyfirlit þar sem fram koma heildartekjur ársins 2010.

Starfsmaður íþróttamiðstöðvar

Auglýst er eftir starfsmanni í 100% starf í íþróttamiðstöð (vaktavinna).Starfið felst í laugargæslu, gæslu í karlaklefa, þrifum og öðrum störfum er tilfalla í íþróttamiðstöðinni.Hæfniskröfur eru frumkvæði, áræðni, góðir hæfileikar í mannlegum samskiptum, hæfni til að umgangast fólk á öllum aldri.Starfsmaður verður að standast kröfur sem gerðar eru til starfsfólks sundstaða.Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson, sími 440 6224 stefan@vogar.isUmsóknarfrestur er til 11.

Forstöðumaður umhverfis og eigna

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns umhverfis og eigna.Í boði er fjölþætt starf þar sem reynir á hæfni til að vinna með fólki á öllum aldri.Þar sem stór hluti starfsins verður umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins er óskað eftir starfmanni með:Marktæka reynslu af að stjórna og eiga samstarf við ungmenni og góða hæfni í mannlegum samskiptum.Að auki viljum við starfsmann sem hefur:Frumkvæði, skipulagshæfni og gott orð.Þekkingu og reynslu af jarðvinnu og yfirborðsfrágangi.Reynslu af innkaupum, verkeftirliti og verkfundum.Reynslu af áætlanagerð.Umsækjendur skulu hafa:Vinnuvélaréttindi, aukin ökuréttindi, lokið námskeiði í jarðlagnatækni.
Bæjarskrifstofan verður lokuð á gamlársdag

Bæjarskrifstofan verður lokuð á gamlársdag

Líkt og undanfarin ár verður bæjarskrifstofan lokuð á gamlársdag.Opnað verður kl.10.00 að morgni 03.janúar.  Starfsfólk bæjarskrifstofu óskar íbúum sveitarfélagsins farsældar á komandi tímum og þakkar góð samskipti á liðnum árum.  .
Hátíðarguðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju

Hátíðarguðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju

á gamlársdag kl.17 með hátíðatóni sr.Bjarna Þorsteinssonar.Organisti Frank Herlufsen, kór Kálfatjarnarkirkju leiðir söng, prestur sr.
Jólahús Voga 2010

Jólahús Voga 2010

Á fundi bæjarstjórnar var jólahús Voga valið.Mörg hús eru vel skreytt, hugmyndaflug og smekkvísi í fyrirrúmi.Fyrir valinu varð Aragerði 18.  Helga og Hafrún er búa þar fá gjafakort frá HS-Veitum, 20 þúsund króna inneign sem gengur upp í orkureikninga.
Bæjarskrifstofan verður lokuð á aðfangadag

Bæjarskrifstofan verður lokuð á aðfangadag

Líkt og undanfarin ár verður bæjarskrifstofan lokuð á aðfangadag.Opnað verður kl.10.00 að morgni 27.desember. Starfsfólk bæjarskrifstofu óskar íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla.

Jólahús Sveitarfélagsins Voga

Eins og undanfarin ár þá verður jólahús Sveitarfélagsins Voga valið af bæjarstjórn.Valið verður tilkynnt á fundi bæjarstjórnar mánudaginn 20.

Opnunartími bókasafnsins um jól og áramót:

Mánudagur 20.desember: kl.13-15 og 19-21 Þriðjudagur 21.desember: kl.13-15 Miðvikudagur 22.desember: kl.13-15 Fimmtudagur 23.desember: lokað Föstudagur 24.