Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Vogum

Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu sumarið 2011

Staða flokkstjóra í vinnuskóla

Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hafið störf um miðjan maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera 20 ára eða eldri. Ráðnir verða 3 flokkstjórar og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð

Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé  18 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf í júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum. Starfshlutfall 50%.

Vinnuskólinn og íþróttamiðstöðin eru tóbakslausir vinnustaðir.
Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2011.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja


Nánari upplýsingar um störfin veitir frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225.
Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is  eða skilist á pappír á skrifstofu Sveitarfélagsins.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvarinnar eða á skrifstofu Sveitarfélagsins.

Frístunda- og menningarnefnd
Sveitarfélagsins Voga