Safnahelgi á Suðurnesjum - Dagskrá á bókasafni

Laugardagur 12. mars. Opið frá kl. 13.00-16.00.

Klukkan 14.00-14.30: nemendur úr 7. bekk Stóru-Vogaskóla lesa sögur og ljóð.

Til sýnis verða þematengd verkefni eftir elstu börnin í leikskólanum Suðurvöllum.

Einnig verða sýnd gömul rit úr geymslum bókasafnsins.

Verið velkomin!
Lestrarfélagið Baldur og Sveitarfélagið Vogar



Þessar stúlkur úr 7. bekk Stóru-Vogaskóla ætla að lesa upp sögur og ljóð á bókasafninu laugardaginn 12. mars. milli kl. 14.00 og 14.30. Þær stóðu sig allar með stakri prýði á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fór fram í Grindavík þann 3. mars.
Þær heita Hanna Stefanía Björnsdóttir, Edda Björk Birgisdóttir, Elsa Kristín Kay Frandsen og Sara Maya Önnudóttir.

 

Nokkir af elstu nemendum leikskólans sem munu sýna verk sín á bókasafninu nk. laugardag milli kl. 13 og 16.