Fok jarðvegsefna - Tilraun til hreinsunar

Í síðast liðinni viku fauk mikið af jarðvegsefnum yfir bæinn.
Þau koma aðallega frá framkvæmdum við íþróttavöll.
Á morgun, þriðjudaginn 11. janúar, verður gerð tilraun til að hreinsa burt
lausan jarðveg. Aðaláherslan verður á svæðið kringum íþrótta- og félagsmiðstöð, Hafnargötu og Kirkjugerði norðanvert.

Einnig verður gerð tilraun til að hefta fok, í það minnsta að tefja fyrir lausum jarðvegi.
Þar sem ekki verður hægt að leggja þökur á íþróttasvæði fyrr en hægt verður að skera þökur má
búast við að það rjúki úr svæðinu í stífum norðlægum áttum, sérstaklega ef enginn snjór liggur yfir.

Bæjarráð biður bæjarbúa afsökunar á þeim óþægindum sem hafa orðið vegna seinkunar á framkvæmdum.

Sjá myndir hér /static/files/import/myndasafn/42/default.aspx