Sunnudagur 5. desember í Vogum

 

                

Sunnudaginn 5. desember kl. 16:00 verður aðventuhátíð í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Börn og fullorðnir úr sókninni lesa aðventuhugleiðingar. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsen. Séra Bára Friðriksdóttir, sóknarprestur, þjónar fyrir altari.

 

Sama dag, kl. 17:15, verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Aragerði í Vogunum.  Sr. Bára Friðriksdóttir flytur hugvekju, kór Kálftjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsen. Nemendur í 1. bekk syngja, ljósin tendruð og gengið verður í kring um jólatréð. Heyrst hefur að einhverjir af þeim jólasveinabræðrum muni kíkja við og jafnvel með glaðning fyrir stillt börn í farteskinu.