Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga kynnir lýsingu fyrir deiliskipulag íþróttasvæðis við Hafnargötu og…

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga kynnir lýsingu fyrir deiliskipulag íþróttasvæðis við Hafnargötu og Aragerði.

Í samræmi við 40.grein skipulagslaga nr.123/2010 er lýsingin kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.Gefinn er kostur á að koma með ábendingar til og með 10.
Umhverfisviðurkenningar 2011

Umhverfisviðurkenningar 2011

Hverjir eiga að fá umhverfisviðurkenningu í ár?Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Voga 2011Að venju mun bæjarstjórn veita viðurkenningu þeim sem skara fram úr í umhverfismálum í bæjarfélaginu, eftir tillögum frá umhverfis- og skipulagsnefnd.
Bókasafnið lokað í júlí.

Bókasafnið lokað í júlí.

Bókasafnið verður lokað frá 2.júlí til 3.ágúst í sumar vegna sumarleyfis bókavarðar.Vakin er athygli á því að lánþegar með gilt skírteini hjá bókasafninu hér í Vogum geta einnig fengið að láni bækur hjá bókasöfnunum í Reykjanesbæ, Grindavík, Garði eða Sandgerði.
Náttúruvika á Reykjanesi í Grindavík

Náttúruvika á Reykjanesi í Grindavík

Náttúruvika á Reykjanesi verður haldin í Grindavík  dagana 19.– 25.júní 2011.Ýmsir dagskrárliðir verða í boði er  tengjast náttúru og umhverfi  svæðisins  s.s.
Kofabyggð

Kofabyggð

Skráning fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst hún 20.júní og stendur til 1.júlí.Þar gefst krökkum á aldrinum 8-12 ára tækifæri til að smíða sér kofa.Kostnaður fyrir hvern kofa + lóð er 10.500 kr. Mögulegt er að vera nokkrir saman með einn kofa og deilist þá kostnaðurinn samkvæmt fjölda.
Leikjanámskeið

Leikjanámskeið

Leikjanámskeið Borunnar fyrir börn fædd 2005 og 1.- 3.bekk í grunnskóla. Skráning er hafin og fer hún fram í Íþróttamiðstöðinni s: 440-6220 Námskeiðin eru frá kl.
Bókasafnið lokað á morgun

Bókasafnið lokað á morgun

Bókasafnið verður lokað þriðjudaginn 7.júní vegna vorferðar starfsmanna Stóru-Vogaskóla. Bókavörður.
Matjurtagarðar 2011

Matjurtagarðar 2011

Eins og undanfarin ár verða matjurtagarðarnir á sínum stað.Fátt er betra að hausti en nýsprottnar kartöflur og grænmeti.Matjurtagarðarnir eru staðsettir við gatnamótin inn í Voga. Beðin eru 12 fermetrar hvert og kostar beðið 1.500 kr.Skráning og greiðsla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2.Sími: 440-6200 Netfang: skrifstofa@vogar.is Ennþá eru nokkur beð laus, um að gera að panta sér fyrir sumarið!.
Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 22. sinn laugardaginn 4. júní.

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 22. sinn laugardaginn 4. júní.

Í ár líkt og undanfarin ár verður hlaupið í Vogum.Upphafsstöð er við íþróttamiðstöðina.Hlaupið hefst klukkan 11.00.Frítt í sund, upphitun, veitingar í boði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, glaðningur frá Nivea. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar.

Lokað fyrir kalda vatnið í Norður-Vogum 2. júní 2011

Lokað verður fyrir kalda vatnið í Norður-Vogum fimmtudaginn 2.júní 2011.Lokað verður milli klukkan 16.00-18.00.Lokað er vegna tenginga á vatni á íþróttasvæði.