Skráning fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst hún 20. júní og stendur til 1. júlí. Þar gefst krökkum á aldrinum 8-12 ára tækifæri til að smíða sér kofa.
Kostnaður fyrir hvern kofa + lóð er 10.500 kr.
Mögulegt er að vera nokkrir saman með einn kofa og deilist þá kostnaðurinn samkvæmt fjölda. Krakkarnir þurfa að koma sjálfir með verkfæri eins og hamar og slíkt. Á svæðinu verður timbur og naglar, eftirlit og aðstoð verður á svæðinu frá kl. 09:00-12:00 og 13:00-15:00.
Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk sumarnámskeiða í síma 440-6224