Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 22. sinn laugardaginn 4. júní.

Í ár líkt og undanfarin ár verður hlaupið í Vogum. Upphafsstöð er við íþróttamiðstöðina. Hlaupið hefst klukkan 11.00.
Frítt í sund, upphitun, veitingar í boði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, glaðningur frá Nivea.

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.
Kvennahlaupið er haldið sem næst kvenréttindadeginum 19. júní þar sem höfðað er til samstöðu kvenna.

Innifalið í þátttökugjaldinu er kvennahlaupsbolurinn sem er úr dry-fit efni, með V-laga hálsmáli og verðlaunapeningur.
Þáttökugjald er 1.250 krónur og ekki er hægt að greiða með greiðslukortum.

Hvatt er til þess að þátttakendur skrái sig sem fyrst, helst nokkrum dögum fyrir hlaupið.

Nánari upplýsingar í Íþróttamiðstöðinni og einnig hér á heimasíðu ÍSÍ