Náttúruvika á Reykjanesi í Grindavík

Náttúruvika á Reykjanesi verður haldin í Grindavík  dagana 19. – 25. júní 2011. Ýmsir dagskrárliðir verða í boði er  tengjast náttúru og umhverfi  svæðisins  s.s. gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferð, hjólaferðir, fjöruferð, ratleikur  o.m.fl...

Náttúruvikan er hugsuð sem góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna og jafnframt til að minna á hvað náttúran hefur upp á margt  að bjóða.

 



Dagskrárliðir Náttúruviku:

Ratleikur Grindavíkur, Náttúran og þjóðtrúin er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur, sem staðið hefur frá upphafi Sjóarans síkáta og stendur fram að Jónsmessu. Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið.  Staðirnir eru við fjallið Þorbjörn og Skipsstíg, gömlu þjóðleiðina milli Innri- Njarðvíkur og Grindavíkur.
Höfundur ratleiks er Sigrún Jónsd. Franklín. Hægt er að prenta út ratleikskort á http://grindavik.is/gogn/2011/ratleikursigrun_Layout_1.pdf

Kvikan, auðlinda- og menningarhús, Hafnargata 12a. Er opin alla daga frá kl. 10:00-17:00. Þar eru tvær glæsilegar sýningar, annars vegar Saltfisksetrið og hins vegar Jarðorka sem er ný sýning og hefur þegar vakið athygli en hún var áður í Gjánni í Eldborg og sýnir jarðsöguna á áhrifaríkan hátt. Þá hefur kaffihúsið Café Kvikan verið opnuð í anddyrinu.

19. júní,  sunnudagur - Fjölskylduskemmtun á Selatöngum frá kl. 11:00 – 15:00. Ýmsar stöðvar: aflleikir, reiptog, listaverk í fjörunni o.fl..  Á Selatöngum má sjá minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Eins er gaman að skoða Katlahraunið með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. 
Selatangar eru við ströndina í um 10 km austur af Grindavík á Krýsuvíkurleið.  Merkt með skilti við veginn. Umsjónarmaður á Selatöngum er Sigrún Jónsd. Franklín gsm 6918828.

Fjórhjólaævintýri ehf bjóða upp á fjölskylduferð á fjórhjólum frá Grindavík að Selatöngum og hægt að njóta þess sem verður í boði þar.
Tveir fyrir einn umsjón Kobbi/Kjartan sími 8573001 http://www.fjor.is

22. júní, miðvikudagur – Reykjanes gönguferðir,  Eldfjallahringur í Grindavíkurlandi,  Gengið er eftir gamalli hrauntröð upp undir mikinn hamravegg, Gálgakletta og þaðan yfir Sundhnúk stærsta gýginn í samfelldri óraskaðri gígaröð, Sundhnúkagígaröð er á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti.  Gengið verður áfram á Svartsengisfell 188 m.
Ofan á fellinu er stór og myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk útsýnis yfir Illahraun og Eldvörpin. Gangan tekur um 3 - 4 klst.
Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir,  gsm 8938900. Mæting er kl. 19:00 við Grófina 2 - 4 230 Reykjanesbæ.
Rútugjald er kr. 1.000.

24. júní, föstudagur - Skipsströnd á Hópsnesi, reiðhjólaferð frá tjaldsvæði Grindavíkur mæting kl. 10:00 tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn umsjón Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001 www.fjor.is.

25. júní laugardagur

- Vitahringurinn hestaferð fyrir fjölskylduna tveir fyrir einn, umsjón Artyc Horses Jóhanna sími 8480143

- Skipsströnd á Hópsnesi, reiðjólaferð frá tjaldsvæði Grindavíkur mæting kl 10:00 tekur um 1-2 klst. Tveir fyrir einn, umsjón Fjórhjólaævintýri Kobbi/Kjartan ehf 8573001 www.fjor.is

- Kl. 11:00 Í Kvikunni  Hafnargötu 12 a mun Dagbjört Óskarsdóttir, leiðsögumaður  lesa sögu fyrir börnin um Geira litla og vini hans.
Jafnframt segir hún frá síðasta geirfuglinum sem felldur var í Eldey.

- Kl. 13:00 - 17:00 Skreytingar við öll tækifæri unnar úr náttúru Grindavíkur. Blómakot við Mánagötu, umsjón Gugga Bogga, guggabogga@visir.is

- Jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn. Hin árlega Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsins hefst við sundlaugina í Grindavík kl. 20:30. Á fjallinu verður varðeldur og tónlistaratriði. Gangan endar í Bláa lóninu.

Fleiri dagskrárliðir og nánari upplýsingar eiga eftir að bætast við þegar nær dregur sjá www.sjfmenningarmidlun.is

Náttúruvikan er samstarfsverkefni sjf menningarmiðlunar, Grindavik Experience og Grindavíkurbæjar. Verkefnastjóri og upphafsmaður verkefnis er Sigrún Jónsd. Franklín, sjf@internet.is gsm 6918828. Á heimasíðu www.sjfmenningarmidlun.is og www.grindavik.is má lesa nánar um dagskrárliði.