Laugardaginn 19.maí verður haldinn forvarnardagur í Vogum.Dagurinn er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Voga, lögreglustjórans á Suðurnesjum, Tæknismiðju, Nesbús, Umf Þróttar og Brunavarna Suðurnesja.
Eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.
11:00 – 12:00 Hjólaskoðun við hús Tæknismiðjunnar (gamla Skyggnishúsið).
Reiðhjólaskoðun á vegum lögreglunnar.
Fulltrúar Tæknismiðju aðstoða fólk við lagfæringar á reiðhjólum.
Opið hús hjá Tæknismiðjunni 11:00-16:00.
12:00 - 13:00 Hjólaferð um bæinn.
Hjólað frá Tæknismiðju um Vogana og endað við íþróttamiðstöð.
13:00 - 16:00 Opið hús hjá lögreglunni í sal félagsmiðstöðvar.
Til sýnis verða ökutæki lögreglu ásamt tækjum og búnaði sem lögreglan notar.
13:00 - 16:00 Sjúkra- og slökkvibifreið frá Brunavörnum Suðurnesja til sýnis við íþróttamiðstöð.
14:00 - 16:00 Hjólaþrautir við íþróttamiðstöð í umsjón Þróttar.
Frítt í sund 11:00-16:00 sundþjálfari frá Þrótti á staðnum frá kl.
18. maí 2012