Í sumar verður starfræktur vinnuskóli fyrir unglinga fædda 1995, 1996, 1997, 1998 og 1999.
Umsóknareyðublöð hafa verið afhent í skólanum og 1995 árgangur fengu þau send í pósti. Umsóknareyðublöðum skal skila í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eigi síðar en föstudaginn 1. júní 2012. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.
Ungmenni fædd 1995 og 1996 þurfa að skila skattkorti með umsókn eða á bæjarskrifstofu.
Vinnutími er frá kl. 08:30 – 15:30 mánudaga til fimmtudaga. Ekki er unnið á föstudögum. Þetta þýðir 24 tíma vinnuvika.
Árgangur | Fjöldi vikna | Tímabil | Tímafjöldi |
1995 | 6 | 25.06 – 02.08 | 144 |
1996 | 5 | 02.07 – 02.08 | 120 |
1997 | 4 | 18.06 – 12.07 | 96 |
1998 | 3 | 18.06 – 05.07 | 72 |
1999 | 2 | 16.07 – 26.07 | 48 |
Mæting við áhaldahús, Iðndal 9, kl. 08:30 á fyrsta vinnudegi samkv. tímabili.
Starfsreglur:
Við fyrsta brot á einhverri af ofangreindum reglum ræðir flokkstjóri við starfsmann, auk þess að tilkynna foreldri eða forráðamanni og forstöðumanni umhverfis og eigna um atvikið.
Við annað brot ræða ábyrgðaraðilar vinnuskólans við starfsmann auk flokkstjóra. Foreldri eða forráðamanni tilkynnt um málið.
Þriðja brot starfsmanns þýðir endanleg brottvísun úr vinnuskóla.
Frístunda- og menningarfulltrúi Voga