Þróttarar komnir í 32. liða í bikarnum

Þróttarar tryggðu sér sæti í 32. liða úrslitum Valitorsbikarsins í gærkvöldi með sigri á Birninum. Bæði þessi lið leika í 3. deildinni og var um jafnan leik að ræða. Þróttarar voru vel skipulagðir og gáfu ekki mörg færi á sér. Eina mark leiksins kom á 17. mín og skoraði Reynir Þór Valsson markið eftir stungusendingu frá Garðari. Þróttarar voru mun líklegri til að bæta við og fengu nokkur dauðafæri til að klára leikinn. Annars góður leikur, allir áttu fínan dag. Haukur hennar Siggu átti frábæran dag á miðjunni, vörnin var einnig illviðráðanleg. Spiluðu feikivel. Erfitt að gera upp á milli manna því menn geisluðu og ætluðu sér greinilega í 32. liða úrslitin.
 
Vogamenn hafa einu sinni áður komist í 32. liða og það var árið 2009. Til þess að komast þangað þarf að fara í gegnum fyrstu tvær umferðirnar. Annars höfum við alltaf tapað í 1. umferð fyrir utan 2009. Þannig að við vorum að jafna okkar besta árangur til þessa.
 
Dregið verður á föstudaginn í höfuðstöðvum KSÍ. Fyrir hönd Þróttara verða viðstaddir Marteinn formaður m.fl ráðs. Jón þjálfari og Hörður fyrirliði.
 
Það verða fjögur lið úr 3. deildinni í pottinum og við erum eitt þeirra. Sex lið úr 2.deildinni. Tíu lið úr 1. deildinni og tólf lið úr úrvalsdeildinni.
 
Það er vonandi fyrir okkur Vogamenn að við drögumst á móti úrvalsdeildarliði, það getur allt gerst í bikarnum. Fullt af spennandi möguleikum. Viljum helst sleppa við langt ferðalag og fá heimaleik gegn úrvalsdeildarliði.


 
Liðin sem verða í pottinum:
Auknablik (3)
Víkingur Ó (1)
KA (1)
Víkingur R. (1)
Grótta (2)
Fjarðabyggð (2)
Höttur (1)
Leiknir R (1)
Afturelding (2)
Njarðvík (2)
Þróttur R (1)
KB (3)
Haukar (1)
Reynir S (2)
Þróttur Vogum (3)
Dalvík/Reynir (2)
 
BÍ/BOL / ÍH (1) (3)
Þór Þ / Fjölnir (Utandeild) (1)
Hvíti Riddarinn / KFS Bæði (3)
KF / Þór (2) (1)
 
KR (Ú)
FH (Ú)
FRAM (Ú)
ÍBV (Ú)
STJARNAN (Ú)
KEFLAVÍK (Ú)
GRINDAVÍK (Ú)
ÍA (Ú)
VALUR (Ú)
SELFOSS (Ú)
BREIÐABLIK (Ú)
FYLKIR (Ú)

 

Frá bóndegi meistaraflokks Þróttar