Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Jafntefli 3-3 í uppgjöri toppliðanna !

Jafntefli 3-3 í uppgjöri toppliðanna !

Þróttarar fengu lið KFG í heimsókn á Vogavöll í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru bæði þessi lið á toppi riðilsins með fullt hús stiga og einu taplausu liðin í riðlinum.
Matjurtagarðar 2013

Matjurtagarðar 2013

Eins og undanfarin ár eru matjurtagarðarnir á sínum stað.Fátt er betra að hausti en nýsprottnar kartöflur og grænmeti.Matjurtagarðarnir eru staðsettir við gatnamótin inn í Voga.Beðin eru 12 fermetrar hvert og kostar beðið 1.700 kr.Skráning og greiðsla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2.Sími: 440-6200 Netfang: skrifstofa@vogar.is.
Bókasafnið lokað föstudaginn 7. júní

Bókasafnið lokað föstudaginn 7. júní

Bókasafnið verður lokað n.k.föstudag 7.júní vegna vorferðar starfsfólks skólans. Bókavörður.
Þróttur fallinn með sæmd úr bikarkeppninni

Þróttur fallinn með sæmd úr bikarkeppninni

Meistaraflokkur Þróttar lögðu land undir fót í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins og léku við Magna frá Grenivík.Þar sem vetur konungur hefur verið þaulsetinn á norðurlandi var ekki unnt að spila leikinn á Grenivík og hann því spilaður í Boganum á Akureyri.
Ferðamaður á ferð - námskeið

Ferðamaður á ferð - námskeið

Viltu auka tekjur og ná betri árangri í þínum rekstri – með þínu fólki  ? Ferðamaður á ferð er stutt skemmtilegt hnitmiðað  námskeið sem hentar vel í byrjun sumars.
Tilkynning frá Skógfelli

Tilkynning frá Skógfelli

Í kvöld verður vinnukvöld á Háabjalla kl 19.30.Við ætlum að bera á og hreinsa til.Áframhaldandi hugleiðing frá síðasta fundi um grillaðstöðu.
Þróttarar með sigurleik.

Þróttarar með sigurleik.

Þróttur Vogum heimsótti Kóngana á laugardaginn, Kóngarnir er nýtt lið og eru að taka þátt í fyrsta skipti í deildarkeppni, en þeir hafa verið í utandeildinni síðustu árin og einnig tekið þátt í bikarnum.
Frá Þrótti Vogum

Frá Þrótti Vogum

Þróttur Vogum spilaði sinn fyrsta deildarleik í gærkvöldi.Stokkseyri voru fyrstu mótherjar sumarins og enduðu leikar 2-0 fyrir Vogamenn.
Aðalfundur deildar norræna félagsins í Vogum

Aðalfundur deildar norræna félagsins í Vogum

Aðalfundur Norræna félagsins í Vogum verður haldinn fimmtudaginn 23.maí kl.18.00 í Álfagerði, Akurgerði 25, 190 Vogum.Stutt kynning á starfinu framundan.Norrænar veitingar.Venjuleg aðalfundarstörf.Verið velkomin! Stjórnin.
Ársreikningur sveitarfélagsins Voga

Ársreikningur sveitarfélagsins Voga

var samþykktur á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 17.05.2013.Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 178 miljónir króna, en rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 192 miljónir króna, sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári.