Lokahóf Þróttar laugardaginn 21. september.

Það eru ekki mörg félög sem spila í 4. deildinni sem geta státað sig af því að fá á annað hundrað manns á heimaleiki og stuðningsmenn liðsins klæðast keppnistreyjum félagsins á leikjum. Þetta er einsdæmi. Enda er það megin ástæða fyrir því að öllu verður tjaldað til þannig að kvöldið verður hið glæsilegasta. Þjálfarar, leikmenn, stuðningsmenn og aðrir sem standa félaginu næst. Þetta verður kvöldið okkar. Við ætlum að eiga eftirminnilega kvöldstund saman. Leikmenn hafa verið að búa til skemmtiatriði og er mikil tilhlökkun að frumsýna verkið. Uppbyggingin heldur svo áfram sumarið 2014. Þróttarar setja markið hátt næsta sumar og ætlum að koma félaginu upp um deild og vera stolt Sveitarfélagsins Voga. Lokahófið verður haldið í Tjarnasalnum við skólann. Veislustjóri verður Örvar Þór Kristjánsson.

Dagskrá: 
19:30 Fordrykkur
20:00 borðhald hefst
Matseðill: Hamborgarhryggur, kalkúnn, kjúklingalundir og ýmislegt meðlæti. 
Þróttaralagið frumflutt 
Ýmis skemmtiatriði 
Þorsteinn Gunnarsson þjálfari liðsins tekur til máls
Verðlaunaafhending 
Böddi Reynis og Pétur Valgarð úr Dalton spiila fyrir balli.
Bar verður á staðnum, þar sem ýmsar veigar verða seldar á vægu verði.

Verð litlar 3900 krónur.
Hægt er að leggja inn á reikning 0157-05-410088 kt 640289-2529 og þá þarf að koma fram skýring/tilvísun: Lokahóf og senda síðan staðfestingu á throttur@throttur.net Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra í síma 868-5508. Einnig er hægt að panta miða hjá kanttspyrnudeild félagsins marteinn@throttur.net
Seldum miðum verður svo dreift þegar nær dregur. Hægt verður að taka frá borð fyrir hópa. 

Það verður ekkert nema gleði þann 21. september !