Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Haustmarkaður Hlöðunnar laugardaginn 17. september

Haustmarkaður Hlöðunnar laugardaginn 17. september

Haustmarkaður Hlöðunnar í Vogum á Vatnsleysuströnd verður haldinn í annað sinn laugardaginn 17.september frá kl.12-18.Laugardaginn 17.

Stofnfundur mótorsmiðju fimmtudaginn 15. sept kl. 20:00 í gamla Skyggnishúsi

Fimmtudaginn 15.september kl.20:00 verður haldinn stofnfundur mótorsmiðju.Fundurinn verður í gamla Skyggnishúsinu og eru allir þeir sem áhuga hafa á málinu hvattir til að mæta. Í mótorsmiðju er fyrirhugað að fram fari uppbyggilegt starf með ungmennum þar sem áhersla verður lögð á forvarnir, fræðslu og verklega kennslu af ýmsu tagi. Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi.Netfang: stefan@vogar.is Sími: 440-6225.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga óskar eftir  stuðningsfjölskyldum

Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga óskar eftir stuðningsfjölskyldum

Með stuðningsfjölskyldu er átt við aðila sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili í því skyni meðal annars að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af barni og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu.
Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og  Voga óskar eftir fólki með hjartað á réttum stað !

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga óskar eftir fólki með hjartað á réttum stað !

Óskað er eftir ungum og kraftmiklum einstaklingum til að starfa við liðveislu og persónulega ráðgjöf.Þetta eru áhugaverð og gefandi störf sem eiga það sameiginlegt að veita einstaklingum og fjölskyldum þeirra persónulegan stuðning hvert á sinn hátt.
Síðustu forvöð að skrá sig á gítarnámskeið

Síðustu forvöð að skrá sig á gítarnámskeið

Fyrir byrjendur í 3.-6.bekkogFyrir lengra komna í 7.-10.bekkmánudaga og fimmtudagaLangar þig að læra að spila á gítar?Nú er tækifærið. Námskeið fyrir byrjendur:Á námskeiðinu verða kenndir algengustu hljómar á gítar, hvernig á að stilla hljóðfærið og blús/rokk rytmar.Námskeiðið tekur fjórar vikur, ein klukkustund í senn og verður kennt á mánudögum og fimmtudögum eftir hádegi.  Fyrsti tíminn verður 19.september.
Vogastrætó

Vogastrætó

Um miðjan ágúst breyttust almenningssamgöngur.Þá var tekin upp sú nýbreytni að fjórum sinnum á dag, alla virka daga, fer bíll frá Gamla Pósthúsinu upp að mislægu gatnamótum.
Haust og vetrarstarf er að hefjast

Haust og vetrarstarf er að hefjast

  Félagsstarf aldraðra í Álfagerði hefur formlegt starf í næstu viku.Þar verður ýmislegt í boði til dæmis Boccia og billjarð ásamt spilum af ýmsu tagi og handverk.
Uppskeruhátíð Þróttar

Uppskeruhátíð Þróttar

Uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Þróttar var haldin í gær.Það var gríðarlega gaman og margir mættir.Á næsta ári verður Þróttur 80 ára og var gærdagurinn góð uppsveifla inn í afmælisárið.Kynnt var ný heimasíða www.throttur.net Í vetur verður margt á boðstólum fyrir iðkendur Þróttar; knattspyrna, íþróttaskóli, sund og júdó.
Komdu hugmynd í framkvæmd á 48 klukkustundum

Komdu hugmynd í framkvæmd á 48 klukkustundum

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Suðurnesjum fer fram helgina 30.september til 2.október næstkomandi í húsnæði Keilis á Ásbrú.Viðburðurinn er sá fyrsti af sex viðburðum sem haldnir verða víðsvegar um landið næstu mánuðina í þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og láta góðar hugmyndir verða að veruleika.
Lokað fyrir kalda vatnið 7. september kl. 16:30

Lokað fyrir kalda vatnið 7. september kl. 16:30

Vegna viðgerða verður lokað fyrir kalda vatnið í Vogum miðvikudaginn 7.september frá klukkan 16:30 og fram eftir kvöldi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu kunna að verða. Umsjónamaður umhverfis og eigna.