Fréttablaðskassarnir teknir niður um áramót

Eins og undanfarin ár mun Póstdreifing, sem sér um dreifingu Fréttablaðsins, taka kassana sem blaðinu er dreift í, niður í kringum áramótin. Þetta er gert þar sem mikið hefur verið um skemmdir á kössunum á þessum tíma.

Segir í tilkynningu frá Póstdreifingu að sprengifýsn sú sem leggst á landann á þessum tíma hafi valdið ómældum óþægindum á dreifingu Fréttablaðsins auk mikils kostnaðarauka við endurnýjun á Fréttablaðskössum. Af þeim sökum verði að bregðast við með niðurtöku Fréttablaðskassanna yfir aðalhættutímann.

Fréttablaðskassarnir verða teknir niður í kringum áramótin og  settir upp aftur 6. janúar 2012.

Hægt verður að nálgast blaðið á meðan í Íþróttamiðstöðinni, N1 og Álfagerði.