Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti
Öryrkjum og eldri borgurum er veittur afsláttur af fasteignasköttum og holræsagjaldi íbúðarhúsnæðis til eigin nota í samræmi við Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.Afsláttur reiknast sem hér segir:Tekjur allt að 2.182.250 á einstakling, hjón allt að 3.300.250 100 %Tekjur allt að 2.472.500 á einstakling, hjón allt að 3.762.500 75 %Tekjur allt að 2.827.250 á einstakling, hjón allt að 4.187.125 50 %Tekjur allt að 3.122.875 á einstakling, hjón allt að 5.197.625 25 %Eins og síðustu ár er afslátturinn reiknaður á grundvelli heildarárstekna heimilisins næsta ár á undan álagningarárinu.
11. apríl 2013