Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlitsmyndavélar sem staðsett er á Vogaafleggjara rétt áður en komið er að gatnamótum Hafnargötu/Stapavegar/Vatnsleysustrandarvegar. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem stendur yfir í u.þ.b. einn mánuð. Með tilraun þessari er ætlunin að ganga úr skugga um hvort búnaður sem þessi nýtist sem innbrota- og afbrotavörn í sveitarfélaginu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Securitas. Sótt hefur verið um leyfi fyrir verkefninu til Persónuverndar. Einungis lögreglunni verður heimilt að skoða upptökur úr eftirlitsbúnaðinum, og þá einungis í löggæslutilgangi. Takist tilraun þessi vel mun sveitarfélagið í framhaldinu taka afstöðu til varanlegrar uppsetningar búnaðarins með það að markmiði að auka öryggi íbúa sveitarfélagsins.